45. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. maí 2018 kl. 15:03


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:03
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:03
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 17:39
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:03
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:03
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 15:19
Halldóra Mogensen (HallM) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 15:03
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 15:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:03

Halldóra Mogensen sat fundinn fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur til kl. 16:00 þegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mætti á fundinn og vék Halldóra Mogensen þá af fundi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sat fundinn fyrir Birgi Ármannson og vék af fundi kl. 16:03. Birgir Ármannsson mætti kl. 16:18. Páll Magnússon vék af fundi kl. 16:31.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:03
Frestað.

2) 441. mál - skaðabótalög Kl. 15:03
Á fund nefndarinnar komu Halldór Oddsson og Auður Alfa Ólafsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Bergþóra Halldórsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Jón Ævar Pálmason og Sigurður Freyr Jónatansson frá Fjármálaeftirlitinu og Bjarni Guðmundsson og Helgi Þórsson frá Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Hermann Björnsson, Gunnar Pétursson og Steinunn Guðjónsdóttir frá Sjóvá - almennum tryggingum hf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu enn fremur Heiðmar Guðmundsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Katrín Júlíusdóttir og Vigdís Halldórsdóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 442. mál - dómstólar o.fl. Kl. 16:53
Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Dómarafélagi Íslands og Stefán A. Svensson frá laganefnd Lögmannafélags Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Haukur Örn Birgisson frá endurupptökunefnd sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom jafnframt Ragnar Aðalsteinsson hrl. sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu enn fremur Þórður Sveinsson og Steinunn Birna Magnúsdóttir frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum komu á fund nefndarinnar Ólöf Finnsdóttir og Benedikt Bogason frá dómstólasýslunni. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 345. mál - lögheimili og aðsetur Kl. 18:57
Frestað.

5) 114. mál - almenn hegningarlög Kl. 19:02
Nefndin fjallaði um málið.

6) 466. mál - skil menningarverðmæta til annarra landa Kl. 18:57
Frestað.

7) 458. mál - almenn hegningarlög Kl. 18:57
Frestað.

8) 219. mál - gerð áætlunar um stafræna endurgerð íslensks prentmáls Kl. 18:58
Andrés Ingi Jónsson, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

9) Önnur mál Kl. 19:00
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:24