43. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. maí 2018 kl. 09:02


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:02
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:02
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:07
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:02
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:02
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:38

Steinunn Þóra Árnadóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerðir 40., 41. og 42. fundar voru samþykktar.

2) 564. mál - útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Berglind Bára Sigurjónsdóttir, Lilja Borg Viðarsdóttir, Margrét Kristín Pálsdóttir og Vera Dögg Guðmundsdóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

3) 339. mál - Þjóðskrá Íslands Kl. 09:22
Á fund nefndarinnar mættu Unnur Elfa Hallsteinsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Vigdís Häsler frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fjallaði um málið.

4) 465. mál - kvikmyndalög Kl. 09:53
Á fund nefndarinnar mættu Birna Hafstein og Hrafnhildur Theodórsdóttir frá félagi íslenskra leikara og Erling Jóhannesson frá Bandalagi íslenskra listamanna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu einnig Sigurrós Hilmarsdóttir, Jón Óskar Hallgrímsson og Laufey Guðjónsdóttir frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, Friðrik Þór Friðriksson frá Samtökum kvikmyndaleikstjóra og Kristinn Þórðarson, Tómas Þorvaldsson og Sigríður Mogensen frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda.

Nefndin fjallaði um málið.

5) 50. mál - þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta Kl. 10:56
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti minni hluta standa Guðmundur Andri Thorsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Jón Steindór Valdimarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Páll Magnússon og Birgir Ármannsson boðuðu að þeir myndu skila séráliti. Nefndarmenn fá frest til að láta vita ef þeir rita undir álitið.

6) 236. mál - aðgengi að stafrænum smiðjum Kl. 10:56
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingatillögum.

7) 458. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:59
Nefndin fjallaði um málið.

8) 133. mál - íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið.

9) 345. mál - lögheimili og aðsetur Kl. 11:05
Frestað.

10) 466. mál - skil menningarverðmæta til annarra landa Kl. 11:04
Nefndin fjallaði um málið.

11) Breyting á lögum um meðferð sakamála Kl. 11:05
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008.

12) Önnur mál Kl. 11:09
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:09