48. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. júní 2018 kl. 09:02


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:02
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:02
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:02
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:02
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:02
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:02
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) fyrir Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:30

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:47 vegna annarra þingstarfa. Þorsteinn Víglundsson vék af fundi kl. 11:38 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað.

2) 622. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Stefán Eiríksson, Dagbjörg Hákonardóttir, Ívar Örn Ívarsson og Benedikt Hallgrímsson frá Reykjavíkurborg og Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, Telma Halldórsdóttir og Sigurður Ármann Snævarr frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:01
Á fund nefndarinnar komu Bergþóra Halldórsdóttir og Unnur Elfa Hallsteinsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins sem mættu einnig fyrir hönd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samorku, Björg Ásta Þórðardóttir frá Samtökum iðnaðarins, Lárus M. K. Ólafsson fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar og SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, Vigdís Halldórsdóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Agla Vilhjálmsdóttir frá Viðskiptaráði Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 11:03
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Laufey Jónsdóttir og Gunnar Gunnarsson frá Creditinfo. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 11:38
Á fund nefndarinnar komu Hrafnhildur Arnkelsdóttir og Ólafur Arnar Þórðarson frá Hagstofu Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 345. mál - lögheimili og aðsetur Kl. 09:51
Nefndin fjallaði um málið.

4) 133. mál - íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög Kl. 09:58
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að áliti meiri hluta nefndarinnar standa Páll Magnússon, Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Ármannsson, Guðmundur Andri Thorsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Víglundsson.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mun skila séráliti.

5) 63. mál - kyrrsetning, lögbann o.fl. Kl. 10:46
Frestað.

6) Önnur mál Kl. 09:46
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:56