47. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. júní 2018 kl. 13:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 13:00

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

2) 622. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu Rósa Dögg Flosadóttir frá dómsmálaráðuneyti, Björg Thorarensen prófessor og þau Vigdís Eva Líndal og Þórður Sveinsson frá Persónuvernd. Gestirnir kynntu nefndinni frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 393. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 15:00
Nefndin fjallaði um málið samhliða 394. máli um jafna meðferð á vinnumarkaði og fékk á sinn fund Einar Þór Jónsson frá HIV-Ísland, Hrannar Jónsson og Svein Rúnar Hauksson frá Geðhjálp og Logn Magnúsdóttur og Sæborgu Ninju Guðmundsdóttur frá Trans Íslandi. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum um málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 394. mál - jöfn meðferð á vinnumarkaði Kl. 15:00
Nefndin fjallaði um málið samhliða 393. máli um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og fékk á sinn fund Einar Þór Jónsson frá HIV-Ísland, Hrannar Jónsson og Svein Rúnar Hauksson frá Geðhjálp og Logn Magnúsdóttur og Sæborgu Ninju Guðmundsdóttur frá Trans Íslandi. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum um málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 345. mál - lögheimili og aðsetur Kl. 15:30
Frestað.

6) 339. mál - Þjóðskrá Íslands Kl. 15:35
Willum Þór Þórsson framsögumaður kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið var samþykkt.

Að nefndaráliti standa Páll Magnússon, Willum Þór Þórsson, Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Ármannsson, Guðmundur Andri Thorsson, Jón Steindór Valdimarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

7) 133. mál - íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög Kl. 15:55
Frestað.

8) 63. mál - kyrrsetning, lögbann o.fl. Kl. 13:13
Nefndin ræddi málið.

9) Önnur mál Kl. 16:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00