52. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. júní 2018 kl. 08:34


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:34
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:34
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:34
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:34
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:34
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 08:34
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 08:34
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:34
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) fyrir Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:54

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:34
Fundargerðir 43., 48. og 50. fundar voru samþykktar.

2) 393. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 08:34
Á fund nefndarinnar komu Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Bjarnheiður Gautadóttir, Ellý Alda Þorsteinsdóttir og Rósa Guðrún Erlingsdóttir frá velferðarráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Steinunn Þóra Árnadóttir, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa Páll Magnússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Jón Steindór Valdimarsson, Teitur Björn Einarsson, Willum Þór Þórsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

3) 394. mál - jöfn meðferð á vinnumarkaði Kl. 08:34
Á fund nefndarinnar komu Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Bjarnheiður Gautadóttir, Ellý Alda Þorsteinsdóttir og Rósa Guðrún Erlingsdóttir frá velferðarráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Steinunn Þóra Árnadóttir, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa Páll Magnússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Jón Steindór Valdimarsson, Teitur Björn Einarsson, Willum Þór Þórsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

4) 622. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 08:48
Á fund nefndarinnar komu Elfur Logadóttir fyrir hönd Auðkenna ehf. og Stefán Már Stefánsson prófessor emeritus. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Jón Steinar Guðjónsson og Hólmar Örn Finnsson frá Nova ehf., Eiríkur Hauksson og Helga G. Kjartansdóttir frá Símanum ehf. og Páll Ásgrímsson frá Sýn hf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, Björn Geirsson, Hrafnkell Gíslason og Kristján Valur Jónsson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:29
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:29