57. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. júní 2018 kl. 10:06


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 10:06
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 10:06
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 10:06
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:06
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 10:06
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:06
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:06
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:06
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 10:06

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Inga Skarphéðinsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:06
Frestað.

2) 622. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 10:06
Á fund nefndarinnar komu Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Rósa Dögg Flosadóttir frá dómsmálaráðuneyti og Vigdís Eva Líndal frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

3) 564. mál - útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi Kl. 12:01
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 12:16
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:16