58. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 12. júní 2018 kl. 16:56


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 16:56
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 16:56
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 16:56
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 16:56
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 16:56
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 16:56
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 16:56
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 16:56

Birgir Ármannsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:56
Frestað.

2) 622. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 16:56
Tillaga um að afgreiða málið var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna utan Önnu Kolbrúnar Árnadóttur sem lagðist gegn afgreiðslunni.

Allir viðstaddir nefndarmenn utan Önnu Kolbrúnar skrifa undir nefndarálit meiri hluta, þar af Þórhildur Sunna Ævarsdóttir með fyrirvara. Birgir Ármannsson skrifar undir álitið skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna.

3) Önnur mál Kl. 17:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:20