11. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. nóvember 2018 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:48
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Birgir Ármannsson var fjarverandi.

Anna Kolbrún Árnadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir boðuðu forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 10. fundar var samþykkt.

2) 69. mál - refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti og Þórdís Ingadóttir. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Kolbrún Benediktsdóttir frá Ákærendafélagi Íslands og Hrafnhildur Gunnarsdóttir frá ríkissaksóknara. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 68. mál - þinglýsingalög o.fl. Kl. 09:48
Á fund nefndarinnar komu Ástríður Jóhannesdóttir og Ásdís Halla Arnardóttir frá Þjóðskrá Íslands, Jón Einarsson frá sýslumanninum á Vesturlandi og Kristín Þórðardóttir frá sýslumannafélagi Íslands, auk þess sem Lárus Bjarnason frá sýslumannafélagi Íslands átti símafund með nefndinni. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Gunnar Dofri Ólafsson frá Viðskiptaráði Íslands, Herdís Björk Brynjarsdóttir frá Íbúðalánasjóði, Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu og Yngvi Örn Kristinsson, Magnús Fannar Sigurhansson og Marteinn M. Guðgeirsson frá samtökum fjármálafyrirtækja. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 11:26
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 11:51
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:51