12. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. nóvember 2018 kl. 13:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:00
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 13:07
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 13:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:00

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vék af fundi kl. 14:51. Andrés Ingi Jónsson vék af fundi kl. 15:50. Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 16:21.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

2) 9. mál - mannanöfn Kl. 13:01
Á fund nefndarinnar komu Stella Halldórsdóttir frá umboðsmanni barna, Halldóra Gunnarsdóttir frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu, Daníel E. Arnarsson frá Samtökunum ´78 og Sæborg Ninja Guðmundsdóttir og Logn Draumland frá Trans Íslandi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Brynjar Pétursson og Áslaug Benediktsdóttir frá Útlendingastofnun og Inga Helga Sverrisdóttir frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Ármann Jakobsson, Guðrún Kvaran og Lára Magnúsardóttir. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Enn fremur komu á fund nefndarinnar Hallfríður Þórarinsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum komu á fund nefndarinnar Sigurður Konráðsson, Aðalsteinn Hákonarson og Auður Björg Jónsdóttir frá mannanafnanefnd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 70. mál - dómstólar o.fl. Kl. 15:50
Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Dómarafélagi Íslands, Geir Gestsson frá Lögmannafélagi Íslands og Ragnar Aðalsteinsson hrl. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Haukur Örn Birgisson frá endurupptökunefnd sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

4) 69. mál - refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði Kl. 16:30
Á fund nefndarinnar komu Lilja Björk Guðmundsdóttir og Soffía Dóra Jóhannesdóttir frá Rauða krossinum á Íslandi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 212. mál - skráning og mat fasteigna Kl. 16:35
Á fund nefndarinnar kom Skúli Þór Gunnsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og kynnti frumvarpið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 16:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:45