14. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. nóvember 2018 kl. 08:35


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:54
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:35
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:38
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:35
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:35
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 08:35
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:35

Birgir Ármannsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerðir 12. og 13. fundar voru samþykktar.

2) 68. mál - þinglýsingalög o.fl. Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Bergþóra Sigmundsdóttir og Bryndís Bachmann frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:16
Á fund nefndarinnar komu einnig Bjarni Stefánsson og Björn Ingi Óskarsson frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 15. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:07
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

Tillaga um að Helgi Hrafn Gunnarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Nefndin ræddi málið.

4) 26. mál - nálgunarbann og brottvísun af heimili Kl. 09:07
Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 30. mál - stofnun lýðháskóla Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni Kl. 09:07
Tillaga um að senda málið með þriggja vikna fresti var samþykkt.

Tillaga um að Willum Þór Þórsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 25. mál - breyting á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum Kl. 09:37
Framsögumaður málsins, Jón Steindór Valdimarsson, lagði til gestakomur vegna málsins.

7) Önnur mál Kl. 09:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40