15. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. nóvember 2018 kl. 08:45


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:45
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:45
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:45
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:55
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:45
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:45
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:45

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:45
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

2) Kynning á endurskoðuðum reglum um þinglega meðferð EES-mála Kl. 08:45
Á fund nefndarinnar kom Gunnþóra Elín Erlingsdóttir frá nefndasviði skrifstofu Alþingis og kynnti endurskoðaðar reglur um þinglega meðferð EES-mála og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 9. mál - mannanöfn Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar kom Hrafn Sveinbjarnarson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 212. mál - skráning og mat fasteigna Kl. 09:37
Á fund nefndarinnar komu Björg Finnbogadóttir og Ingi Þór Finnsson frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

5) 137. mál - sálfræðiþjónusta í fangelsum Kl. 10:03
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 45. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 10:03
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 103. mál - aðgengi að efnisveitu og myndmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins í útlöndum Kl. 10:03
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Ákvörðun um skipan framsögumanns var frestað.

8) Önnur mál Kl. 10:04
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:08