16. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. nóvember 2018
kl. 09:00
Mættir:
Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:01
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.
Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.
2) 221. mál - útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi Kl. 09:01
Á fund nefndarinnar komu Soffía Dóra Jóhannsdóttir og Sigurður Árnason frá Rauða krossinum á Íslandi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Á fund nefndarinnar komu jafnframt Hjörtur Bragi Sverrisson og Anna Tryggvadóttir frá kærunefnd útlendingamála og Erla Friðbjörnsdóttir, Ester Inga Sveinsdóttir og Lilja Rós Pálsdóttir frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
3) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 09:46
Samþykkt að Páll Magnússon, Helgi Hrafn Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir skipi undirnefnd sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt.
4) Íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 09:47
Nefndin ræddi málið.
Á fund nefndarinnar komu Haukur Guðmundsson og Berglind Bára Sigurjónsdóttir frá dómsmálaráðuneyti og Kristín Völundardóttir og Vilborg Sif Valdimarsdóttir frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
5) 69. mál - refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði Kl. 10:44
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.
Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögum.
6) Önnur mál Kl. 10:46
Helgi Hrafn Gunnarsson óskaði eftir að Útlendingastofnun kæmi á fund nefndarinnar til að fjalla um rétt barna til dvalarleyfis. Það var samþykkt.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 10:51