18. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. nóvember 2018 kl. 09:04


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:04
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:04
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:04
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:04
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:21
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:04
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:09
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:04

Anna Kolbrún Árnadóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 17. fundar var samþykkt.

2) 212. mál - skráning og mat fasteigna Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar kom Bergþóra Halldórsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Ingvar J. Rögnvaldsson og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir frá Ríkisskattstjóra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Vigdís Häsler og Valgerður Freyja Ágústsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Önundur Páll Ragnarsson frá Seðlabanka Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Þórður Sveinsson og Gunnar Ingi Ágústsson frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 222. mál - breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru Kl. 10:18
Á fund nefndarinnar kom Erla Kristín Árnadóttir frá Fangelsismálastofnun sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Guðmundur Ingi Þóroddsson og Karitas Rán Garðarsdóttir frá Afstöðu, félagi fanga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Heiðurslaun listamanna Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um veitingu heiðurslauna skv. lögum nr. 66/2012. Tekin var ákvörðun um að leita umsagnar hjá nefnd skv. 2. mgr. 3. gr. laganna um þá listamenn sem til greina kemur að njóti heiðurslauna Alþingis.

5) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55