19. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl. 09:02


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:02
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:04
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:02
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:20
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:02
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:02
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:02

Steinunn Þóra Árnadóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 10:15. Anna Kolbrún Árnadóttir og Jón Steindór Valdimarsson viku af fundi kl. 11:30.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

2) 176. mál - stuðningur við útgáfu bóka á íslensku Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar kom Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Rósa V. Guðmundsdóttir og Kári Þórðarson frá Ásútgáfunni ehf., Herdís Hallvarðsdóttir og Gísli Helgason frá Hljóðbók slf., Stefán Hjörleifsson frá Storytel á Íslandi og Aðalsteinn Júlíus Magnússon frá Hlusta ehf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Gísli Einarsson frá Nexus afþreyingu ehf. sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir og Helga Kristín Gunnarsdóttir frá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom enn fremur Sverrir Örn Björnsson frá yfirskattanefnd sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum komu á fund nefndarinnar Heiðar Ingi Svansson, Halldór Birgisson og Bryndís Loftsdóttir frá Félagi íslenskra bókaútgefenda, Margrét Tryggvadóttir og Ragnheiður Tryggvadóttir frá Rithöfundasambandi Íslands, Friðbjörg Ingimarsdóttir og Jón Yngvi Jóhannsson frá Hagþenki, Erling Jóhannesson frá Bandalagi íslenskra listamanna og Gunnar Helgason og Bergrún Íris Sævarsdóttir frá SÍUNG - samtökum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 9. mál - mannanöfn Kl. 09:18
Framsögumaður málsins, Helgi Hrafn Gunnarsson, óskaði eftir að nefndin fengi upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands vegna málsins.

4) Önnur mál Kl. 09:19
Helgi Hrafn Gunnarsson óskaði eftir að ríkislögreglustjóri kæmi á fund nefndarinnar til að fjalla um vopnuð verkefni og útköll sérsveitar lögreglu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:04