20. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 30. nóvember 2018 kl. 13:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 13:38
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:00

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll.

Willum Þór Þórsson vék af fundi frá kl. 14:10 til 14:50 vegna fundar umhverfis- og samgöngunefndar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir vék af fundi kl. 14:16. Páll Magnússon vék af fundi kl. 14:53. Andrés Ingi Jónsson vék af fundi kl. 15:17.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 221. mál - útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar komu Þórður Sveinsson og Páll Heiðar Halldórsson frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Stella Hallsdóttir og Guðríður Bolladóttir frá umboðsmanni barna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 25. mál - breyting á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum Kl. 13:20
Á fund nefndarinnar komu Stella Hallsdóttir og Guðríður Bolladóttir frá umboðsmanni barna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Erla Guðrún Sigurðardóttir og Hafdís G. Gísladóttir frá Félagsráðgjafafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Vigdís Häsler, Þórður Kristjánsson og Valgerður F. Ágústsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Helga Björk Laxdal frá borgarráði Reykjavíkurborgar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum komu á fund nefndarinnar Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum, Heimir Hilmarsson og Garðar Aðalsteinn Jónsson frá félagi um foreldrajafnrétti og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 15. mál - almenn hegningarlög Kl. 13:15
Helgi Hrafn Gunnarsson, framsögumaður málsins, lagði til gestakomur vegna málsins.

5) Önnur mál Kl. 14:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:23