21. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. desember 2018 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:25
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:04

Anna Kolbrún Árnadóttir vék af fundi kl. 09:50. Willum Þór Þórsson vék af fundi kl. 10:07 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 19. og 20. fundar voru samþykktar.

2) 221. mál - útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar kom Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 25. mál - breyting á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar kom Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 222. mál - breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar kom Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 25. mál - breyting á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum Kl. 09:34
Nefndin átti símafund við Katrínu Björgu Ríkharðsdóttur og Jón Fannar Kolbeinsson frá Jafnréttisstofu. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu Aðalsteinn Sigurðsson, Alma Ýr Ingólfsdóttir og Elín Hoe Hinriksdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Heiðurslaun listamanna Kl. 09:45
Nefndin leitaði eftir umsögn frá nefnd skv. 2. mgr. 3. gr. laga um heiðurslaun listamanna, nr. 66/2012. Nefndin fór yfir umsögnina.

7) 15. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:11
Helgi Hrafn Gunnarsson, framsögumaður málsins, lagði til frekari gestakomur vegna málsins.

8) Önnur mál Kl. 10:15
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:16