26. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, miðvikudaginn 12. desember 2018 kl. 17:03


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 17:03
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 17:03
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 17:03
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 17:03
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 17:03
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 17:03
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 17:03
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 17:03
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 17:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 17:03

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 17:03
Dagskrárlið frestað.

2) 68. mál - þinglýsingalög o.fl. Kl. 17:04
Málið var afgreitt frá nefndinni.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti. Guðmundur Ingi Kristinsson, áheyrnarfulltrúi, er samþykkur álitinu.

3) 176. mál - stuðningur við útgáfu bóka á íslensku Kl. 17:14
Málið var afgreitt frá nefndinni.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti en Jón Steindór Valdimarsson er með fyrirvara. Guðmundur Ingi Kristinsson, áheyrnarfulltrúi, er samþykkur álitinu.

4) 221. mál - útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi Kl. 17:17
Málið var afgreitt frá nefndinni.

Að nefndaráliti standa Páll Magnússon, Birgir Ármannsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Willum Þór Þórsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.

5) 222. mál - breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru Kl. 17:22
Málið var afgreitt frá nefndinni. Helgi Hrafn Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu þess.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti að undanskildum Helga Hrafni Gunnarssyni. Guðmundur Ingi Kristinsson, áheyrnarfulltrúi, er samþykkur álitinu.

6) 26. mál - nálgunarbann og brottvísun af heimili Kl. 17:22
Dagskrárlið frestað.

7) Önnur mál Kl. 17:22
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:26