27. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 13. desember 2018 kl. 08:35


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:37
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:35
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:35

Andrés Ingi Jónsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis..

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Dagskrárlið frestað.

2) 15. mál - almenn hegningarlög Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Halla Gunnarsdóttir og Svava Ísfeld Ólafsdóttir fyrir hönd stýrihóps um úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Gestir kynntu starf hópsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom jafnframt Ragnheiður Bragadóttir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum kom á fund nefndarinnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir frá ríkissaksóknara sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 45. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 10:00
Nefndin ræddi málið.

4) 417. mál - samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs Kl. 10:10
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Willum Þór Þórsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 443. mál - íslenska sem opinbert mál á Íslandi Kl. 10:10
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Willum Þór Þórsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:11
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:11