29. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. janúar 2019 kl. 09:00


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:20
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:07
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Páll Magnússon boðaði forföll.

Anna Kolbrún Árnadóttir vék af fundi kl. 10:07. Steinunn Þóra Árnadóttir vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 25., 26., 27. og 28. fundar voru samþykktar.

2) 415. mál - Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti og Ástríður Scheving Thorsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarinnar.

3) 417. mál - samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs Kl. 09:26
Á fund nefndarinnar komu Óskar Þór Ármannsson og Guðni Olgeirsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 443. mál - íslenska sem opinbert mál á Íslandi Kl. 09:55
Á fund nefndarinnar komu Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir og Guðni Olgeirsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg Broddadóttir og Lovísa Lilliendahl frá félagsmálaráðuneyti, Hinrika Sandra Ingimundardóttir frá dómsmálaráðuneyti, Ásthildur Knútsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti og Jóna Pálsdóttir og Guðni Olgeirsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 45. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 11:18
Á fund nefndarinnar komu Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands og Hrannar Már Gunnarsson frá BSRB. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Sverrir Jónsson og Sara Lind Guðbergsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Brottfall tilvísunar til skilgreiningar á óflekkuðu mannorði Kl. 11:30
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á innheimtulögum, nr. 95/2008, með síðari breytingum (brottfall tilvísunar).

8) Önnur mál Kl. 11:31
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir óskaði eftir að nefndin fjalli um álit Evrópuráðsþingsins um skýrslu nefndar Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:32