31. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. janúar 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:08
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:05

Guðmundur Andri Thorsson vék af fundi kl. 10:15. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vék af fundi kl. 11:35.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

2) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands og Dagný Ósk Aradóttir Pind frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja - BSRB. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Sigríður Björnsdóttir og Gná Guðjónsdóttir frá Blátt áfram. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Jenný Ingudóttir og Rafn M. Jónsson frá Embætti landlæknis. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom enn fremur Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Landssambandi eldri borgara sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Auk þess kom á fund nefndarinnar Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þar að auki kom á fund nefndarinnar Guðríður Bolladóttir frá umboðsmanni barna sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum kom á fund nefndarinnar Auður Inga Þorsteinsdóttir frá Ungmennafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00