32. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. janúar 2019 kl. 09:15


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:16
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:15
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:28
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:15
Olga Margrét Cilia (OC) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:15
Una María Óskarsdóttir (UMÓ) fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur (AKÁ), kl. 09:15
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:28

Steinunn Þóra Árnadóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 31. fundar var samþykkt.

2) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 09:16
Á fund nefndarinnar komu Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands, Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Samtökum um kvennaathvarf, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir frá Stígamótum og Helga Lind Mar og Þorri Líndal Guðnason fyrir hönd Druslugöngunnar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Árni Múli Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá kom á fund nefndarinnar Heiðdís Lilja Magnúsdóttir frá Fjölmiðlanefnd sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

3) Önnur mál Kl. 10:50
Nefndin ræddi dagskrá næsta fundar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55