33. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. janúar 2019 kl. 08:35


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:35
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:35
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:35
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 08:46
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:35

Páll Magnússon boðaði forföll. Birgir Ármannsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Fundargerð 32. fundar samþykkt.

2) 417. mál - samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar kom Guðrún Þorleifsdóttir frá Barnaverndarstofu og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Auður Inga Þorsteinsdóttir og Jóhann Steinar Ingimundarson frá Ungmennafélagi Íslands og Ragnhildur Skúladóttir frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum kom á fund nefndarinnar Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 26. mál - nálgunarbann og brottvísun af heimili Kl. 10:04
Dagskrárlið frestað.

4) 45. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 10:04
Dagskrárlið frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:08