34. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. janúar 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:06
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Jón Steindór Valdimarsson boðaði forföll.

Páll Magnússon vék af fundi kl. 09:55. Steinunn Þóra Árnadóttir vék af fundi kl. 10:00. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:42. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Willum Þór Þórsson viku af fundi kl. 10:50.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 59. fundar frá 148. löggjafarþingi og 33. fundar voru samþykktar.

2) 443. mál - íslenska sem opinbert mál á Íslandi Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar kom Elfa Ýr Gylfadóttir frá Fjölmiðlanefnd sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom jafnframt Egill Örn Jóhannsson frá Forlaginu sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Gerður G. Óskarsdóttir frá Íðorðanefnd í menntunarfræði, Guðrún Kvaran og Ármann Jakobsson frá Íslenskri málnefnd og Ágústa Þorbergsdóttir, Jóhann Heiðar Jóhannsson og Björgvin Andersen frá Íðorðafélaginu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá kom á fund nefndarinnar Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir frá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu enn fremur Már Vilhjálmsson og Sigurrós Erlingsdóttir frá Menntaskólanum við Sund. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum komu á fund nefndarinnar Torfi Tuliníus og Sigríður Sigurjónsdóttir frá Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 411. mál - opinber stuðningur við vísindarannsóknir Kl. 10:49
Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

4) 496. mál - meðferð einkamála og meðferð sakamála Kl. 10:49
Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 09:02
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15