36. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. febrúar 2019
kl. 09:05
Mættir:
Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:23
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:05
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 10:10
Guðmundur Andri Thorsson vék af fundi kl. 10:08.
Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 35. fundar var samþykkt.
2) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar kom Nichole Leigh Mosty frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Á fund nefndarinnar kom einnig Sigrún Sigurðardóttir lektor við Háskólann á Akureyri sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Á fund nefndarinnar komu jafnframt Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir og Helgi Grímsson frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Á fund nefndarinnar komu enn fremur Hanna S. Gunnsteinsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson frá Vinnueftirlitinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá kom á fund nefndarinnar Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.
Hlé var gert á fundi kl. 10:30-10:40
Á fund nefndarinnar komu Inga Amal Hasan og Þórður Sveinsson frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
3) Önnur mál Kl. 10:20
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.
Fundi slitið kl. 10:55