38. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. febrúar 2019
kl. 09:03
Mættir:
Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:03Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:06
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:03
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:19
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:03
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:03
Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.
2) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Helgi Kjartansson og Alda Hrönn Jóhannsdóttir frá lögreglunni á Suðurnesjum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Á fund nefndarinnar kom einnig Kolfinna Tómasdóttir fyrir hönd Ungra athafnakvenna sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Kl. 09:43
Á fund nefndarinnar komu Erla Kristín Árnadóttir og Guðrún Edda Guðmundsdóttir frá Fangelsismálastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar komu Ásta Glódís V. Ágústsdóttir, Soffía M. Kristjánsdóttir og Eydís Erna Guðmundsdóttir frá Ungmennaráði Samfés. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Á fund nefndarinnar kom jafnframt Gerður Ævarsdóttir frá Ungmennaráði UNICEF sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.
3) 234. mál - meðferð sakamála Kl. 09:55
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.
Tillaga um að Anna Kolbrún Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
4) 53. mál - endurskoðun lögræðislaga Kl. 09:56
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
5) 282. mál - lögræðislög Kl. 09:57
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.
Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
6) 137. mál - sálfræðiþjónusta í fangelsum Kl. 09:39
Framsögumaður málsins, Guðmundur Andri Thorsson, lagði til gestakomur vegna málsins.
7) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 11:00