41. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. febrúar 2019 kl. 08:30


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:35
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:35
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:35
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:35

Birgir Ármannsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Fundargerð 40. fundar var samþykkt.

2) 443. mál - íslenska sem opinbert mál á Íslandi Kl. 08:35
Á fundinn komu Sigrún Helgadóttir og Þorsteinn Sæmundsson og gerðu grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Magnús Geir Þórðarson, Anna Sigríður Þráinsdóttir og Sindri Bergmann frá Ríkisútvarpinu ohf., og Erling Jóhannesson frá Bandalagi íslenskra listamanna, Bragi Valdimar Skúlason frá Félagi tónskálda og textahöfunda og Margrét Örnólfsdóttir frá Félagi leikskálda og handritshöfunda og gerðu grein fyrir umsögnum um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá komu Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir og Þórður Kristjánsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og kynntu umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00