42. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. mars 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Katla Hólm Þórhildardóttir (KÞ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 41. fundar var samþykkt.

2) 103. mál - aðgengi að efnisveitu og myndmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins í útlöndum Kl. 09:02
Á fundinn komu Magnús Geir Þórðarson, Gunnar Örn Guðmundsson, Baldvin Þór Bergsson og Margrét Magnúsdóttir frá Ríkisútvarpinu ohf. og gerðu grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 30. mál - stofnun lýðháskóla Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni Kl. 09:30
Næst komu Lasse Högenof frá LungA School og Erlingur Jóhannsson frá menntavísindasviði Háskóla Íslands og gerðu grein fyrir umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá kom Auður Inga Þorsteinsdóttir frá Ungmennafélagi Íslands og gerði grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Samræmd próf og eftirfylgni þeirra Kl. 10:35
Á fundinn kom Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ásta Magnúsdóttir, Jón Pétur Zimsen og Guðni Olgeirsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Arnór Guðmundsson og Sverrir Óskarsson frá Menntamálastofnun. Ráðherra kynnti málið ásamt Arnóri Guðmundssyni og hvernig unnið hefur verið að úrbótum ásamt því að svara spurningum nefndarmanna. Þá kynnti ráðherra aðgerðir til að auka nýliðun í kennarastétt og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 83. mál - minning þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni Kl. 10:15
Samþykkt að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins og að senda málið út til umsagnar.

6) 56. mál - starfshópur um útgáfu öruggra opinberra skilríkja Kl. 10:16
Samþykkt að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins og að senda málið út til umsagnar.

7) Önnur mál Kl. 10:17
Nefndin ræddi efni næstu funda.

Hlé var gert á fundi kl. 10:20 - 10:35.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:52