43. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. mars 2019 kl. 08:35


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:35
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:36
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:35
Katla Hólm Þórhildardóttir (KÞ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 08:47
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:35

Birgir Ármannsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

2) 443. mál - íslenska sem opinbert mál á Íslandi Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Helgi Grímsson og Sigrún Baldursdóttir frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði og Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í íslenskri málfræði. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Heiðar Ingi Svansson og Birgitta Hassell frá félagi íslenskra bókaútgefenda. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum kom á fund nefndarinnar Gunnar Helgason frá SÍUNG - Samtökum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 212. mál - skráning og mat fasteigna Kl. 10:06
Framsögumaður málsins, Willum Þór Þórsson, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti og breytingartillögu standa Páll Magnússon, Willum Þór Þórsson, Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Ármannsson, Guðmundur Andri Thorsson, Katla Hólm Þórhildardóttir, Jón Steindór Valdimarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir.

4) 9. mál - mannanöfn Kl. 10:10
Jón Steindór Valdimarsson óskaði eftir því að málið yrði sett á dagskrá nefndarinnar.

5) 137. mál - sálfræðiþjónusta í fangelsum Kl. 10:11
Framsögumaður málsins, Guðmundur Andri Thorsson, ítrekaði beiðni um gestakomur vegna málsins.

6) Önnur mál Kl. 10:12
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:14