44. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. mars 2019 kl. 14:05


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 14:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 14:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 14:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 14:05
Gísli Garðarsson (GGarð) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 14:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 14:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 14:05
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 14:05

Birgir Ármannsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:05
Dagskrárlið frestað.

2) 417. mál - samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs Kl. 14:05
Á fund nefndarinnar komu Sindri Bjarkarson, Nína Steingerður Káradóttir, Ásta Glódís V. Ágústsdóttir, Steinunn Thalía Jónsdóttir og Steinunn Glóey Höskuldsdóttir frá ungmennaráði Samfés. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 14:28
Dagskrárlið frestað.

4) 649. mál - úrskurðarnefndir á sviði neytendamála Kl. 14:28
Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 14:30
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:31