46. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. mars 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Gísli Garðarsson (GGarð) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:15

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 11:23.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 43. fundar og 45. fundar voru samþykktar.

2) 137. mál - sálfræðiþjónusta í fangelsum Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar kom Guðmundur Ingi Þóroddsson frá Afstöðu, félagi fanga, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Anna Ólafsdóttir og Hrannar Jónsson frá Geðhjálp og Haraldur Erlendsson og Elín Hrefna Garðarsdóttir frá Geðlæknafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom jafnframt Tryggvi Guðjón Ingason frá Sálfræðingafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar María Rúnarsdóttir og Eva Rós Ólafsdóttir frá Félagsráðgjafafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum komu á fund nefndarinnar Páll Egill Winkel og Andri H. Oddsson frá Fangelsismálastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

3) 411. mál - opinber stuðningur við vísindarannsóknir Kl. 11:10
Á fund nefndarinnar komu Eiríkur Steingrímsson og Sigríður Klara Böðvarsdóttir frá Lífvísindasetri Háskóla Íslands, Hafliði Pétur Gíslason frá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og Sveinbjörn Gizurason prófessor. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

4) 9. mál - mannanöfn Kl. 11:41
Nefndin ræddi málið.

5) 443. mál - íslenska sem opinbert mál á Íslandi Kl. 11:51
Nefndin ræddi málið.

6) 70. mál - dómstólar o.fl. Kl. 11:54
Nefndin ræddi málið.

7) 496. mál - meðferð einkamála og meðferð sakamála Kl. 11:55
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti og Birgir Ármannsson sem skrifar undir álitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

8) Önnur mál Kl. 12:02
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ítrekaði beiðni um að nefndin fjallaði um verklagsreglur lögreglu vegna mótmæla og að fundurinn yrði opinn fulltrúum fjölmiðla. Það var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:04