48. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. mars 2019 kl. 08:28


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:28
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:28
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:28
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:46
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 08:28
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:28
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 08:46
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:28
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 08:28

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:02.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:28
Fundargerð 47. fundar var samþykkt.

2) Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttindi útlendinga Kl. 08:29
Á fund nefndarinnar komu Jamie McCulkin, Hildur Harðardóttir og Heiða Karen Sæbergsdóttir frá Andrými og Áshildur Linnet, Gunnar Narfi Gunnarsson og Lilja Björk Guðmundsdóttir frá Rauða krossinum á Íslandi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Ásgeir Þór Ásgeirsson og Hulda Elsa Björgvinsdóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Benediktsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson frá héraðssaksóknara, Jón F. Bjartmarz og Thelma Cl. Þórðardóttir frá ríkislögreglustjóra og Skúli Þór Gunnsteinsson frá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra, Ragna Bjarnadóttir og Vera Dögg Guðmundsdóttir frá dómsmálaráðuneyti og Þorsteinn Gunnarsson og Þórhildur Ósk Hagalín frá Útlendingastofnun. Gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 212. mál - skráning og mat fasteigna Kl. 10:08
Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið til 3. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

4) 53. mál - endurskoðun lögræðislaga Kl. 10:09
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði til gestakomur vegna málsins og 282. máls, lögræðislög (fyrirframgefin ákvarðanataka).

5) 282. mál - lögræðislög Kl. 10:09
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði til gestakomur vegna málsins og 53. máls, endurskoðun lögræðislaga.

6) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10