50. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 08:57


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:17
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:59
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:57
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:57
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:57
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:57
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:57
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 08:57

Páll Magnússon boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Andrés Ingi Jónsson stýrði fundi þar til Steinunn Þóra Árnadóttir, 2. varaformaður, mætti á fund, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 49. fundar var samþykkt.

2) 570. mál - Jafnréttissjóður Íslands Kl. 09:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti. Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti og breytingartillögu, þar af Birgir Ármannsson með fyrirvara. Páll Magnússon skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

3) 411. mál - opinber stuðningur við vísindarannsóknir Kl. 10:01
Dagskrárlið frestað.

4) 53. mál - endurskoðun lögræðislaga Kl. 08:57
Á fund nefndarinnar kom Tómas Hrafn Sveinsson frá barnaverndarnefnd Reykjavíkur sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:25
Á fund nefndarinnar kom Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Sigurjón Unnar Sveinsson frá Öryrkjabandalagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi frekari gestakomur.

5) 282. mál - lögræðislög Kl. 09:25
Á fund nefndarinnar kom Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Sigurjón Unnar Sveinsson frá Öryrkjabandalagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi frekari gestakomur.

6) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10