53. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 3. apríl 2019 kl. 15:08


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:08
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:08
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 15:16
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:08
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:08
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:16
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 15:08
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 15:16
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:08

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:08
Fundargerð 52. fundar var samþykkt.

2) 649. mál - úrskurðarnefndir á sviði neytendamála Kl. 15:08
Á fund nefndarinnar kom Daði Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 543. mál - almenn hegningarlög Kl. 15:22
Á fund nefndarinnar kom Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 549. mál - helgidagafriður og 40 stunda vinnuvika Kl. 15:48
Á fund nefndarinnar komu Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands og Andri Valur Ívarsson frá Bandalagi háskólamanna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins, Ólafur Stephensen frá Félagi atvinnurekenda og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom jafnframt Viðar Guðjohnsen sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

5) 752. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 16:37
Á fund nefndarinnar komu Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Rán Ingvarsdóttir frá forsætisráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 17:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:12