54. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. apríl 2019 kl. 09:00


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:27
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Páll Magnússon og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir boðuðu forföll.

Willum Þór Þórsson vék af fundi kl. 09:23 og kom Þórarinn Ingi Pétursson í hans stað.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 555. mál - vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kristjánsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir frá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:27
Á fund nefndarinnar komu Gísli Rúnar Gíslason, Íris Ösp Ingjaldsdóttir og Karen Bragadóttir frá Tollstjóra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 9. mál - mannanöfn Kl. 10:00
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 09:20
Hlé var gert á fundi kl. 09:20-09:27.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:09