55. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 9. apríl 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Jónína Björk Óskarsdóttir (JBÓ), kl. 09:00
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 09:02
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Anna Kolbrún Árnadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir boðuðu forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 53. og 54. fundar voru samþykktar.

2) 649. mál - úrskurðarnefndir á sviði neytendamála Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Tryggvi Axelsson, Þórunn Anna Árnadóttir og Matthildur Sveinsdóttir frá Neytendastofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið.

Nefndin ræddi málið.

3) 543. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar kom Ögmundur Jónasson fulltrúi Íslands í European Commission against Racism and Intolerance (ECRI-nefndinni) sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Eiríkur Jónsson formaður nefndar um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 10:48
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:48