56. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 08:35


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:35
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 08:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:45
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:35
Jónína Björk Óskarsdóttir (JBÓ), kl. 08:35
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 08:35
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 08:35

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Fundargerð 55. fundar var samþykkt.

2) 555. mál - vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Þórður Sveinsson og Páll Heiðar Halldórsson frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 649. mál - úrskurðarnefndir á sviði neytendamála Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar kom Heiðrún Björk Gísladóttir fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Samtök fjármálafyrirtækja sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

Á fund nefndarinnar komu einnig Breki Karlsson, Brynhildur Pétursdóttir og Ívar Halldórsson frá Neytendasamtökunum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá kom á fund nefndarinnar Grímur Sigurðarson frá laganefnd lögmannafélags Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 801. mál - menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla Kl. 09:55
Tillaga um að Þórarinn Ingi Pétursson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 09:57
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00