58. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 30. apríl 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:06
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:58
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:48

Andrés Ingi Jónsson vék af fundi kl. 11:15.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 56. og 57. fundar voru samþykktar.

2) 767. mál - samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC) Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson, Ásdís Jónsdóttir og Gísli Rúnar Pálmason, frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

3) 797. mál - höfundalög Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson og Rán Tryggvadóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 799. mál - sameiginleg umsýsla höfundarréttar Kl. 09:36
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson og Rán Tryggvadóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 798. mál - lýðskólar Kl. 09:53
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson og Hulda Anna Arnljótsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 801. mál - menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Pétur Zimsen, Jón Vilberg Guðjónsson, Björg Pétursdóttir, Sonja Dögg Pálsdóttir og Sigríður Lára Ásbergsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 800. mál - sviðslistir Kl. 11:15
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson, Karitas H. Gunnarsdóttir og Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) 417. mál - samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs Kl. 11:26
Dagskrárlið frestað.

9) 772. mál - skráning einstaklinga Kl. 11:26
Samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

10) 53. mál - endurskoðun lögræðislaga Kl. 11:28
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ítrekaði beiðni um áframhaldandi gestakomur vegna málsins og 282. máls, lögræðislög (fyrirframgefin ákvarðanataka).

11) 282. mál - lögræðislög Kl. 11:28
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ítrekaði beiðni um áframhaldandi gestakomur vegna málsins og 53. máls, endurskoðun lögræðislaga.

12) 9. mál - mannanöfn Kl. 11:29
Nefndin ræddi málið.

13) 752. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 11:30
Framsögumaður málsins, Steinunn Þóra Árnadóttir, lagði til gestakomur vegna málsins.

Nefndin ræddi málið.

14) Önnur mál Kl. 11:27
Samþykkt var sú breyting á starfsáætlun nefndarinnar að fundað verði á þriðjudögum kl. 9-12. Þá var samþykkt að funda föstudaginn 10. maí.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:33