59. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. maí 2019 kl. 08:35


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:37
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:35
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:44
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:50
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:35
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:35

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var fjarverandi.

Þórarinn Ingi Pétursson sat fundinn fyrir Willum Þór Þórsson til kl. 09:57 þegar Willum Þór Þórsson mætti og vék Þórarinn Ingi Pétursson þá af fundi. Þórarinn Ingi Pétursson sat fundinn þegar Willum Þór Þórsson vék af fundi kl. 10:15.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Fundargerð 58. fundar var samþykkt.

2) 649. mál - úrskurðarnefndir á sviði neytendamála Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Áslaug Árnadóttir og Karen Björnsdóttir frá kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Auður Alfa Ólafsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 783. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 779. mál - vandaðir starfshættir í vísindum Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Páll Þórhallsson, Una Strand Viðarsdóttir og Hallgrímur J. Ámundason frá forsætisráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 417. mál - samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs Kl. 09:57
Willum Þór Þórsson, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti. Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti.

6) 9. mál - mannanöfn Kl. 10:15
Jón Steindór Valdimarsson, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

Umfjöllun nefndarinnar um málið var frestað til næsta fundar.

7) Önnur mál Kl. 10:24
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:24