66. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 17. maí 2019
kl. 13:00
Mættir:
Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:00Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:06
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:18
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:00
Halla Gunnarsdóttir (HallaG), kl. 13:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson boðaði forföll.
Halla Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 14:40.
Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 65. fundar var samþykkt.
2) 801. mál - menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar komu Þorsteinn Sæberg frá Skólastjórafélagi Íslands, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir frá Félagi grunnskólakennara, Haraldur F. Gíslason frá Félagi leikskólakennara, Sigrún Grendal frá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Sigurður Sigurjónsson frá Félagi stjórnenda leikskóla. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Á fund nefndarinnar komu einnig Guðríður Arnardóttir og Steinunn Inga Óttarsdóttir frá Félagi framhaldsskólakennara. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.
3) Önnur mál Kl. 14:49
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.
Fundi slitið kl. 14:54