70. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. maí 2019
kl. 09:00
Mættir:
Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:10
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:03
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir vék af fundi kl. 10:09. Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 10:22.
Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 69. fundar var samþykkt.
2) 555. mál - vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Ragna Bjarnadóttir, Kjartan Ólafsson og Hinrika Sandra Ingimundardóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.
3) 783. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
4) 543. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:48
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.
5) 779. mál - vandaðir starfshættir í vísindum Kl. 10:11
Á fund nefndarinnar komu Vilhjálmur Árnason, Páll Þórhallsson, Una Strand Viðarsdóttir og Hallgrímur J. Ámundason sem skipuðu starfshóp til að undirbúa lagasetningu um vandaða starfshætti í vísindum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
6) 549. mál - helgidagafriður og 40 stunda vinnuvika Kl. 10:31
Dagskrárlið frestað.
7) Önnur mál Kl. 10:32
Nefndin samþykkti að boðað verði til aukafundar síðar í vikunni.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 10:33