Allsherjar- og menntamálanefnd

149. löggjafarþing

Allsherjar- og menntamálanefnd hélt alls 77 fundi á 149. löggjafarþingi og tók á móti 605 gestum.

Til nefndarinnar var vísað 43 þingmálum, þar af 32 frumvörpum og 11 þingsályktunartillögum.
Nefndin afgreiddi 28 mál, þar af 24 frumvörp og fjórar þingsályktunartillögur. 23 þeirra urðu að
lögum frá Alþingi og fjórar að ályktun Alþingis en eitt frumvarp var fellt. Nefndin skilaði 19
samhljóða nefndarálitum en um var að ræða meiri og minni hluta álit í níu málum. Nefndin eða
meiri hluti nefndarinnar lagði til að þrjú mál væru samþykkt óbreytt, 24 mál væru samþykkt með
breytingum og að eitt mál væri fellt.

Nefndin flutti þrjú þingmál sem urðu að lögum frá Alþingi.

1. minni hluti nefndarinnar veitti umsögn um fjármálaáætlun 2020–2024.

Nefndin ræddi sjö mál að eigin frumkvæði: íslenskan ríkisborgararétt, stöðu íslenskra
kvenleikstjóra og tillögur um aðgerðir í átt að jöfnuði í íslenskri kvikmyndagerð, kynningu á starfi
Landssamtaka íslenskra stúdenta og þróun mála hjá háskólastúdentum, rétt barna til dvalarleyfis,
verkefni sérsveitar lögreglu, samræmd próf og eftirfylgni þeirra og skýrslu greiningardeildar
ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi.

Nefndin flutti breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019 um heiðurslaun listamanna
samkvæmt ákvörðun Alþingis.

Nefndin hélt einn fund opinn fjölmiðlum um aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttindi
útlendinga.

Nefndin fór í fjórar heimsóknir, til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tæknideildar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu, Hæstaréttar Íslands og flugdeildar Landhelgisgæslunnar.

ÞINGMÁL.

Afgreidd mál.

Nefndin afgreiddi 28 mál. Þau mál sem voru umfangsmest í umfjöllun nefndarinnar voru
eftirfarandi:

9. mál um mannanöfn [þingm.mál ÞorstV].
Frumvarpinu var vísað til nefndarinnar 19. september 2018. Nefndin sendi út 32 umsagnarbeiðnir
og 17 umsagnir bárust um málið. Fjallað var um málið á 19 fundum nefndarinnar. Nefndin afgreiddi málið með nefndaráliti meiri hluta þar sem lagt var til að málið yrði fellt og með nefndaráliti minni hluta og breytingartillögu. Málið var fellt 20. júní 2019.

68. mál um þinglýsingalög o.fl. (rafrænar þinglýsingar) [stjfrv.].
Frumvarpinu var vísað til nefndarinnar 20. september 2018. Nefndin sendi út 32 umsagnarbeiðnir og bárust 13 umsagnir um málið. Fjallað var um málið á sjö fundum nefndarinnar. Nefndin afgreiddi málið með nefndaráliti 12. desember 2018. Málið varð að lögum nr. 151/2018 14. desember 2018.

222. mál um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru [stjfrv.].
Frumvarpinu var vísað til nefndarinnar 23. október 2018. Nefndin sendi út 145 umsagnarbeiðnir og bárust sex umsagnir um málið. Fjallað var um málið á sex fundum nefndarinnar. Nefndin afgreiddi málið með nefndaráliti meiri hluta og breytingartillögu 12. desember 2018. Málið varð að lögum nr. 141/2018 14. desember 2018.

409. mál um áætlun fyrir árin 2019–2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess
[stjórnartillaga].
Þingsályktuninni var vísað til nefndarinnar 4. desember 2018. Nefndin sendi út 185 umsagnarbeiðnir og bárust 35 umsagnir um málið. Fjallað var um málið á 14 fundum nefndarinnar. Nefndin afgreiddi málið með nefndaráliti og breytingartillögu 24. maí 2019. Málið varð að ályktun
nr. 35/149 7. júní 2019.

417. mál um samskiptaráðgjafa íþrótta‐ og æskulýðsstarfs [stjfrv.].
Frumvarpinu var vísað til nefndarinnar 11. desember 2018. Nefndin sendi út 98 umsagnarbeiðnir
og bárust tíu umsagnir um málið. Fjallað var um málið á níu fundum nefndarinnar. Nefndin afgreiddi málið með nefndaráliti og breytingartillögu 2. maí 2019. Málið varð að lögum nr. 45/2019 15. maí 2019.

443. mál um íslensku sem opinbert mál á Íslandi [stjórnartillaga].
Þingsályktuninni var vísað til nefndarinnar 11. desember 2018. Nefndin sendi út 195 umsagnarbeiðnir og barst 31 umsögn um málið. Fjallað var um málið á tíu fundum nefndarinnar. Nefndin afgreiddi málið með nefndaráliti og breytingartillögu 24. maí 2019. Málið varð að ályktun nr. 36/149 7. júní 2019.

555. mál um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi [stjfrv.].
Frumvarpinu var vísað til nefndarinnar 21. febrúar 2019. Nefndin sendi út 30 umsagnarbeiðnir og
bárust fjórar umsagnir um málið. Fjallað var um málið á átta fundum nefndarinnar. Nefndin afgreiddi málið með nefndaráliti meiri hluta og breytingartillögu 31. maí 2019. Framsögumaður málsins lagði fram breytingartillögu við málið á milli 2. og 3. umræðu. Málið varð að lögum nr. 75/2019 11. júní 2019.

752. mál um kynrænt sjálfræði [stjfrv.].
Frumvarpinu var vísað til nefndarinnar 1. apríl 2019. Nefndin sendi út 30 umsagnarbeiðnir og bárust 24 umsagnir um málið. Fjallað var um málið á sjö fundum nefndarinnar. Nefndin afgreiddi málið með nefndarálitum og breytingartillögu meiri og minni hluta 11. júní 2019. Málið varð að lögum nr. 80/2019 18. júní 2019.

783. mál um meðferð einkamála o.fl. (skilvirkni og samræming málsmeðferðarreglna o.fl.)
[stjfrv.].
Frumvarpinu var vísað il nefndarinnar 11. apríl 2019. Nefndin sendi út 43 umsagnarbeiðnir og bárust níu umsagnir um málið. Fjallað var um málið á átta fundum nefndarinnar. Nefndin afgreiddi málið með nefndarálitum og breytingartillögu meiri og minni hluta 31. maí 2019. Málið varð að lögum nr. 76/2019 13. júní 2019.

798. mál um lýðskóla [stjfrv.].
Frumvarpinu var vísað til nefndarinnar 11. apríl 2019. Nefndin sendi út 133 umsagnarbeiðnir og bárust sjö umsagnir um málið. Fjallað var um málið á fimm fundum nefndarinnar. Nefndin afgreiddi málið með nefndaráliti og breytingartillögu 31. maí 2019. Málið varð að lögum nr. 65/2019 11. júní 2019.

801. mál um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla
og framhaldsskóla [stjfrv.].
Frumvarpinu var vísað til nefndarinnar 10. apríl 2019. Nefndin sendi út 145 umsagnarbeiðnir og barst 21 umsögn um málið. Fjallað var um málið á 12 fundum nefndarinnar. Nefndin afgreiddi málið með nefndaráliti meiri hluta og breytingartillögu 12. júní 2019. Framsögumaður málsins lagði fram breytingartillögu við málið 19. júní 2019. Málið varð að lögum nr. 95/2019 20. júní 2019.

Mál sem nefndin flutti.

479. mál um veitingu ríkisborgararéttar (haustþing) [frv. nefndar].
Nefndin samþykkti á fundi sínum 13. desember 2018 að flytja frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Málið varð að lögum nr. 154/2018 14. desember 2018.

498. mál um innheimtulög (brottfall tilvísunar) [frv. nefndar]
Nefndin samþykkti á fundi sínum 15. janúar 2019 að flytja frumvarp um breytingu á innheimtulögum, nr. 95/2008, með síðari breytingum (brottfall tilvísunar). Málið varð að lögum nr. 16/2019 28. febrúar 2019.

966. mál um veitingu ríkisborgararéttar (vorþing) [frv. nefndar].
Nefndin samþykkti á fundi sínum 12. júní 2019 að flytja frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Málið varð að lögum nr. 87/2019 19. júní 2019.

UMSAGNIR TIL ANNARRA FASTANEFNDA.

750. mál um fjármálaáætlun 2020–2024.
Nefndinni barst beiðni fjárlaganefndar um umsögn um fjármálaáætlun 2020–2024 27. mars 2019.

Nefndin sendi fjárlaganefnd umsögn frá 1. minni hluta.

501. mál um stjórnarskipunarlög.
Nefndinni barst beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um umsögn um stjórnarskipunarlög 6. febrúar 2019. 

Nefndin sendi ekki umsögn.

FRUMKVÆÐISMÁL.

Íslenskur ríkisborgararéttur.
Nefndin hélt fimm fundi um lög um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952, með hliðsjón af veitingu ríkisborgararéttar með lögum og fékk á sinn fund fulltrúa frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti en málið hafði verið til umræðu á síðasta þingi.

Stefnt er að frekari umfjöllun um skilyrði um veitingu íslensks ríkisborgararéttar þar sem nefndin hefur til skoðunar að leggja fram frumvarp til breytingar á skilyrðunum.

Staða íslenskra kvenleikstjóra og tillögur um aðgerðir í átt að jöfnuði í íslenskri kvikmyndagerð.
Nefndin hélt fund um málið þar sem fulltrúar félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi ræddu um
stöðu íslenskra kvenleikstjóra og tillögur um aðgerðir í átt að jöfnuði í íslenskri kvikmyndagerð. Að loknum fundinum óskaði nefndin eftir að fá upplýsingar um stöðu mála er varðar kvikmyndagerð frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Svar ráðuneytisins barst nefndinni 30. janúar 2019.

Nefndin hefur ekki tekið málið til frekari umfjöllunar.

Kynning á starfi Landssamtaka íslenskra stúdenta og þróun mála hjá háskólastúdentum.
Nefndin fékk á sinn fund fulltrúa Landssamtaka íslenskra stúdenta og kynntu þeir starf samtakanna og fjölluðu um þróun mála hjá háskólastúdentum.

Nefndin hefur ekki tekið málið til frekari umfjöllunar.

Réttur barna til dvalarleyfis.
Nefndin fékk á sinn fund fulltrúa frá lögmannsstofunni Rétti og fjölluð þeir um rétt barna til dvalarleyfis en einnig komu á fund nefndarinnar fulltrúar Útlendingastofnunar sem fjölluðu um sama efni.

Nefndin hefur ekki tekið málið til frekari umfjöllunar.

Verkefni sérsveitar lögreglu.
Fulltrúar ríkislögreglustjóra mættu á fund nefndarinnar og ræddu um verkefni sérsveitar lögreglu.

Umfjöllun nefndar er lokið.

Samræmd próf og eftirfylgni þeirra.
Mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar ráðuneytisins mættu á fund nefndarinnar ásamt fulltrúum Menntamálastofnunar um samræmd próf og eftirfylgni þeirra. Á fundinum var nefndin að fylgja eftir umfjöllun nefndarinnar frá 148. löggjafarþingi um samræmd próf og framkvæmd þeirra. Á sama fundi kynnti ráðherra jafnframt aðgerðir til að auka nýliðun í kennararstéttinni.

Nefndin hefur ekki tekið málið til frekari umfjöllunar.

Skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi.
Fulltrúar ríkislögreglustjóra mættu á fund nefndarinnar og fjölluðu um skýrslu greiningardeildar
ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi.

Umfjöllun nefndar er lokið.

HEIÐURSLAUN LISTAMANNA.

1. mál um fjárlög 2019 (heiðurslaun listamanna). (brtt. nefndar)
Samkvæmt 2. gr. laga um heiðurslaun listamanna, nr. 656/2012, afgreiddi nefndin breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019 um skiptingu heiðurslauna listamanna 5. desember 2018.

Fjallað var um tillöguna á fjórum fundum nefndarinnar.

FUNDIR OPNIR FJÖLMIÐLUM.

Nefndin hélt einn fund opinn fjölmiðlum á 149. löggjafarþingi.

Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttindi útlendinga.
Óskað var eftir að fjallað yrði um aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttindi útlendinga. Áhersla
var annars vegar á að fá upplýsingar um hver væri hvati mótmælanna sem og hver væru réttindi
þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd og aðstæður þeirra hér á landi og hins vegar einkum á
umfjöllun um verklagsreglur lögreglu um valdbeitingu gagnvart mótmælendum og hvernig eftirliti
væri háttað með slíkum aðgerðum lögreglunnar sem og um viðbrögð stjórnvalda við kröfum
mótmælenda, meðferð mála hjá Útlendingastofnun sem og hver væru réttindi þeirra sem sækja um
alþjóðlega vernd hér á landi. Tilefni umfjöllunar voru aðgerðir lögreglu vegna mótmæla
umsækjenda um alþjóðlega vernd á Austurvelli sem voru til umfjöllunar í fjölmiðlum.

Fundurinn var haldinn 21. mars 2019 en á hann komu Jamie McCulkin, Hildur Harðardóttir og
Heiða Karen Sæbergsdóttir frá Andrými og Áshildur Linnet, Gunnar Narfi Gunnarsson og Lilja
Björk Guðmundsdóttir frá Rauða krossinum á Íslandi. Á fund nefndarinnar komu einnig Sigríður
Björk Guðjónsdóttir, Ásgeir Þór Ásgeirsson og Hulda Elsa Björgvinsdóttir frá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Benediktsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson frá
héraðssaksóknara, Jón F. Bjartmarz og Thelma Cl. Þórðardóttir frá ríkislögreglustjóra og Skúli Þór
Gunnsteinsson frá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Á fund nefndarinnar komu jafnframt
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra, Ragna Bjarnadóttir og Vera Dögg
Guðmundsdóttir frá dómsmálaráðuneyti og Þorsteinn Gunnarsson og Þórhildur Ósk Hagalín frá
Útlendingastofnun.

HEIMSÓKNIR.

Nefndin fór í fjórar heimsóknir á 149. löggjafarþing.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Nefndin fór í heimsókn til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 25. september 2018 þar sem
fulltrúar kynntu starfsemi stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Nefndin fór í heimsókn til tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 16. október 2018 þar
sem fulltrúar kynntu starfsemi deildarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hæstiréttur Íslands.
Nefndin fór í heimsókn í Hæstarétt Íslands 23. október 2018 þar sem fulltrúi kynnti starfsemi réttarins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Flugdeild Landhelgisgæslunnar.
Nefndin fór í heimsókn til flugdeildar Landhelgisgæslunnar 6. nóvember 2018 þar sem fulltrúar
kynntu starfsemi og aðstöðu starfsmanna flugdeildarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.