61. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. maí 2019 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Jón Þór Þorvaldsson (JÞÞ), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Þorgerður K. Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:16.
Jón Þór Ólafsson vék af fundi kl. 11:44.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 647. mál - fiskeldi Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Atla Gunnarsson, Ástu Einarsdóttur, Jóhann Guðmundsson og Brynhildi Benediktsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 710. mál - taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Atla Gunnarsson, Ástu Einarsdóttur, Jóhann Guðmundsson og Brynhildi Pétursdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 781. mál - stjórnsýsla búvörumála Kl. 10:44
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti Ásmund Friðriksson sem framsögumann málsins samkvæmt tillögu formanns.

5) 766. mál - dýrasjúkdómar o.fl. Kl. 10:57
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Atla Gunnarsson, Lindu Fanneyju Valgeirsdóttur og Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Hörð Davíð Harðarson og Steinþór Þorsteinsson frá Tollstjóra.

6) 784. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 11:17
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórarin Örn Þrándarson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem kynni málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti Ásmund Friðriksson sem framsögumann málsins samkvæmt tillögu formanns.

7) 753. mál - matvæli Kl. 11:30
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar.

8) 776. mál - fiskveiðar utan lögsögu Íslands Kl. 11:35
Nefndin fjallaði um málið.

9) 782. mál - raforkulög og Orkustofnun Kl. 11:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eyjólf Ármannsson sem var viðstaddur í gegnum síma. Hann kynnti mál sitt og svaraði spurningum nefndarmanna.

10) 791. mál - breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku Kl. 11:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eyjólf Ármannsson sem var viðstaddur í gegnum síma. Hann kynnti mál sitt og svaraði spurningum nefndarmanna.

11) 792. mál - raforkulög Kl. 11:59
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eyjólf Ármannsson sem var viðstaddur í gegnum síma. Hann kynnti mál sitt og svaraði spurningum nefndarmanna.

12) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00