63. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. maí 2019 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:42
Jón Þór Þorvaldsson (JÞÞ), kl. 08:37
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:35
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:37
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:06

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Frestað.

2) 784. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórólf Halldórsson og Sigurð Hafstað frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Birnu Ágústsdóttur og Ernu Jónmundsdóttur frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, Vigdísi Ósk Häsler Sveinsdóttur og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Gísla Halldór Halldórsson frá Sveitarfélaginu Árborg. Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 781. mál - stjórnsýsla búvörumála Kl. 09:44
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Katrínu Maríu Andrésdóttur og Gunnar Þorgeirsson frá Sambandi garðyrkjubænda, Jón Gíslason og Jón Baldur Lorange frá Matvælastofnun og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur frá Landssambandi kúabænda. Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 766. mál - dýrasjúkdómar o.fl. Kl. 10:28
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 10:48
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:48