8. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdótur (AFE), kl. 09:04
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:23
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:04

Ólafur Ísleifsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Gísli Gíslason frá Hafnasambandi Íslands, Þorsteinn Hilmarsson frá Fiskistofu, Axel Helgason og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda og Ragnar Árnason hagfræðingur.
Viðstödd í gegnum síma voru Árni Skúlason og Ingveldur Jóhannesdóttir frá Verðlagsstofu skiptaverðs.
Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:19
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20