9. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Bergþór Ólason (BergÓ) fyrir Ólaf Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:33
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:20
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Ólafur Ísleifsson boðuðu forföll.
Bergþór Ólason vék af fundi kl. 09:28.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Staða og framtíð sæbjúgnaveiða: rannsóknir og veiðiráðgjöf Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Jóhann Guðmundsson, Erna Jónsdóttir og Guðmundur Jóhannesson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Guðmundur Þórðarson og Jónas Páll Jónasson frá Hafrannsóknastofnun, Ólafur Hannesson frá Hafnarnesi Ver, Níels Ársælsson, Jón Þórðarson og Eymar Einarsson.
Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum Kl. 10:25
Á fund nefndarinnar mættu Auður Ólína Svavarsdóttir frá Hagstofu Íslands. Aðalsteinn Þorsteinsson og Snorri Björn Sigurðsson frá Byggðastofnun voru viðstaddir fundinn í gegnum síma.
Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 104. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 10:57
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar.
Ákvörðun framsögumanns frestað.

5) 117. mál - leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis Kl. 10:58
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar.
Ákvörðun framsögumanns frestað.

6) 163. mál - búvörulög og búnaðarlög Kl. 10:59
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar.
Ákvörðun framsögumanns frestað.

7) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00