25. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 09:07


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:07
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:07
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 11:47
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:07
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:07
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 11:27
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:07

María Hjálmarsdóttir var fjarverandi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir vék af fundi kl. 11:44.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 12:02.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Halla Signý Kristjánsdóttir stýrði fundi frá kl. 11:44.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:07
Fundargerðir 23. og 24. fundar voru samþykktar.

2) 382. mál - búvörulög og tollalög Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar mættu Ása Þórhildur Þórðardóttir, Arnar Freyr Einarsson og Elísabet Anna Jónsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Benedikt S. Benediktsson og Gunnar Valur Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Steinþór Skúlason frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja.
Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 433. mál - búvörulög Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar mættu Ása Þórhildur Þórðardóttir, Arnar Freyr Einarsson og Elísabet Anna Jónsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Sigurður Eyþórsson frá Bændasamtökum Íslands, Jóhanna María Sigmundsdóttir frá Landssambandi kúabænda, Bjarni Ragnar Brynjólfsdóttir frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Birgir Óli Einarsson og Steingrímur Ægisson frá Samkeppniseftirlitinu.
Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti Lilju Rafneyju Magnúsdóttur sem framsögumann málsins.

4) 386. mál - leiga skráningarskyldra ökutækja Kl. 11:22
Á fund nefndarinnar mættu Þórarinn Örn Þrándarson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Sædís Birta Barkardóttir og Þórhildur Elín Elínardóttir frá Samgöngustofu og Breki Karlsson og Ívar Halldórsson frá Neytendasamtökunum.
Kl. 09:40 mættu Benedikt S. Benediktsson og Gunnar Valur Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti Njál Trausta Friðbertsson sem framsögumann málsins að tillögu formanns.

5) 104. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 11:40
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til 2. umræðu. Undir nefndarálit skrifuðu allir viðstaddir nefndarmenn.

6) Önnur mál Kl. 12:07
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:07