31. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. janúar 2020 kl. 09:05


Mætt:

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 11:15
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:35
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:05
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:05

Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir stýrði fundi frá 10:00 til 11:15, er hún vék af fundi. Tók Helga Vala Helgadóttir þá sæti á fundinum í hennar stað.

Halla Signý Kristjánsdóttir stýrði fundinum frá 09:05 til 10:00 og aftur frá 11:15 og þar til fundi lauk.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 29. fundar var samþykkt.

2) Öryggisáætlanir ferðaþjónustuaðila og eftirlit með þeim Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Skarphéðinn Berg Steinarsson og Helena Karlsdóttir frá Ferðamálastofu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir viku af fundi lagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir fram eftirfarandi bókun:
„Ég mótmæli harðlega framkomu og orðavali þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar í minn garð fyrir framan gesti á lokuðum nefndarfundi. Slík hegðun þingmanns við annan þingmann er algjörlega ólíðandi, hvað þá fyrir framan gesti á þingnefndarfundi og ekki í takt við 5. og 8. grein siðareglna alþingismanna.“

Í kjölfarið lagði Ásmundur Friðriksson fram eftirfarandi bókun:
„Ég þreyttist á ítrekuðum framíköllum og truflunum Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur í minn garð þegar ég var með orðið á fundi nefndarinnar. Það veldur mér vonbrigðum að þingmaðurinn taki ekki afsökunarbeiðni mína til greina þegar henni hefur verið komið á framfæri í þrígang, við þingmanninn og við sitjandi formann nefndarinnar.“

3) Breytingar á skipulagi Hafrannsóknastofnunar Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Guðjónsson og Sigvaldi Egill Lárusson frá Hafrannsóknarstofnun. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Úthlutun eldissvæða skv. lögum um fiskeldi. Kl. 11:15
Á fund nefndarinnar mætti Ásdís Hlökk Theodórsdóttir. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40