51. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 23. apríl 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Inga Sæland (IngS), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð


2) 728. mál - Matvælasjóður Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Hrefna Karlsdóttir og Kristján Þórarinsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Gunnar Þorgeirsson frá Bændasamtökum Íslands, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Gunnar Sigurðarson frá Samtökum iðnaðarins, Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands
Gunnlaugur Karlsson frá Sölufélagi garðyrkjumanna og Aðalsteinn Þorsteinsson frá Byggðastofnun.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Jón Þór Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 728 Matvælasjóður er ekki COVID þingmál ef setning sjóðsins er ekki til þess að úthluta stuðningsfjármagni til matvælaframleiðenda betur en með því fyrirkomulagi sjóðanna sem eru starfandi.

Óska því eftir að fá fyrir Atvinnuveganefnd Framleiðnisjóð landbúnaðarins og AVS rannsóknasjóð í sjávarútvegi og ráðuneytið, til að fara yfir möguleika þeirra til að úthluta þeim 500 milljónum sem setja á annars í Matvælasjóð.

3) 727. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Brynhildur Pétursdóttir og Breki Karlsson frá Neytendasamtökunum, Jóhannes Þór Skúlason og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Skarphéðinn Berg Steinarsson og Helena Þ. Karlsdóttir frá Ferðamálastofu, Tryggvi Axelsson og Þórunn Anna Árnadóttir frá Neytendastofu og Auður Alfa Ólafsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:50
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:07