50. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 22. apríl 2020 kl. 08:30


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Inga Sæland (IngS), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 08:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 08:30

Inga Sæland vék af fundi kl. 9:30

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 727. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar komu Heimir Skarphéðinsson og Sigrún Brynja Einarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Halla Signý Kristjánsdóttir var valin framsögumaður málsins.

3) 728. mál - Matvælasjóður Kl. 09:00
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3-6.

Á fund nefndarinnar kom Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt Gunnari Atla Gunnarssyni, Jóhanni Guðmundssyni, Ásu Þórhildi Þórðardóttur, Ernu Jónsdóttur og Svövu Pétursdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Ráðherra fjallaði um málin og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt sérfræðingum ráðuneytisins.

Lilja Rafney Magnúsdóttir var valin framsögumaður málsins.

4) Stjórn fiskveiða Kl. 09:00
Sjá athugasemd við 3. dagskrárlið.

5) Áhrif kórónuveirunnar COVID-19 á sjávarútveg og landbúnað Kl. 09:00
Sjá athugasemd við 3. dagskrárlið.

6) Bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA vegna beitingu tilskipunar 2011/92/EB er varðar fiskeldi Kl. 09:00
Sjá athugasemd við 3. dagskrárlið.

7) Önnur mál Kl. 10:15
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20