62. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 15:10


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:10
Inga Sæland (IngS), kl. 15:10
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 15:10
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 15:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:10
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 15:10
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:10

Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi kl. 17:17.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Dagskrárlið frestað.

2) 839. mál - ferðagjöf Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar mættu (kl. 15:10) Skarphéðinn Berg Steinarsson og Guðný Hrafnkelsdóttir frá Ferðamálastofu, Skapti Örn Ólafsson og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Erling Jóhannesson frá Bandalagi íslenskra listamanna, (kl. 16:05) Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands og Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, (kl. 16:30) Helga Sigríður Þórhallsdóttir frá Persónuvernd,Guðmundur Haukur Guðmundsson frá Samkeppniseftirlitinu, og Indriði Björn Ármannsson frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Gestir véku kl. 16:55.

Nefndin ákvað að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður. Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

3) 640. mál - vörumerki Kl. 17:20
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 17:25
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 17:40